Tindar ehf. áskilja sér rétt til að hætta við pantanir vegna rangra verðupplýsinga, verðbreytinga, eða hætta að bjóða ákveðin vörunúmer fyrirvaralaust. Við áskiljum okkur rétt til að staðfesta pantanir símleiðis. Vörur félagsins eru einungis til sölu í vefverslun.
Tindar ehf er staðsett á Tindum, 162 Kjalarnesi og er í eigu og rekið af Halldóru Bjarnadóttur hjúkrunarfræðingi.
Netfang: dorabjarna@gmail.com.
VSK- númer 77444
Kt. 550502-7120
Reikn: 1110-26-666666
Sími: 861 4019
Allar vörur eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til, þá munum við láta vita um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin, að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Skilafrestur hefst, þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með, ef vöru er skilað. Endurgreiðsla er framkvæmd með innleggsnótu eða greiðslu inn á greiðslukort kaupanda. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.
Neytandi hefur fjórtán daga frest til að hætta við kaupin, án þess að ástæða ákvörðunar um skil sé tilgreind, sbr. 16. og 17. gr. laga nr. 16/2016. Í 18. gr. laganna er kveðið á um undantekningar frá rétti neytanda til að falla frá slíkum samningi. Skilarétturinn nær m.a. ekki til afhendingar vöru sem líklegt er að rýrni eða úreldist fljótt og afhendingar á innsiglaðri vöru, sem er ekki hægt að skila vegna lýðheilsusjónarmiða eða af hreinlætisástæðum hafi innsigli verið rofið eftir afhendingu.
Neytanda ber að tilkynna Tindum ehf, að hann falli frá samningi með sannanlegum hætti.
Í samræmi við 4. mgr. 14. gr. laganna bera Tindar ehf áhættu af vöru, sem hefur verið keypt í vefverslun Tinda ehf, ef hún týnist eða skemmist, þar til neytandi eða þriðji aðili, annar en Íslandspóstur, hefur tekið vöruna í sína vörslu. Að öðru leyti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vöru í póstsendingu. Tindar ehf bera samkvæmt því ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Tilkynningum um tjón má beina til Íslandspósts á vefsíðunni: https://posturinn.is/posturinn/umsoknir-eydublod/tilkynna-tjon/
Vinsamlegast athugið, að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar, sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin.
Viðskiptaupplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Neytendur geta skotið ágreiningsmálum vegna viðskipta við Tinda ehf til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa, Borgartúni 29, 105 Reykjavík. Vefslóð á vefsíðu nefndarinnar er eftirfarandi: www.kvth.is.