Síðan ég hóf sölu á Warming kremunum hefur kaupendahópurinn stækkað til muna.
Einkenni sveppasýkingar geta verið þykk, kekkjótt útferð frá leggöngum, þurrkur, særindi og mikill kláði og jafnvel getur komið gerlykt. Orsökin er þá gersveppurinn Candida albicans, sem er til staðar í líkamanum og er eðlilegur hluti af sveppaflóru legganganna og lifir þar yfirleitt án þess að valda skaða. Warming Intim kremið hefur reynst hjálplegt en 92% fituinnihald kremsins kemur í veg fyrir að bakteríur haldi lífi.
Oft eru þurrar og sprungnar hendur afleiðing Psoreasis sjúkdómsins. Warming Basic kremið hefur reynst sjúklingum með psoreasis mikill léttir enda mýkir kremið og heldur húðinni hreinni.
Ef um kláða og þurrk er að ræða á kynfærasvæði er mikilvægt að velja krem með sem fæstum innihaldsefnum – og að kremið sé með gott fituinnihald. Fita er mikilvæg fyrir þurra húð.
Engin aukaefni á borð við parabena, ýruefni, sýrustilla né litar- og lyktarefni. Inniheldur: Paraffinum liquidum (vítamínolía),
Cera Alba (hvítt hunang), Cetyl Palmitate (mýkingarefni) og vatn.